Glæsilegir fulltrúar á EuroSkills
29.Desember 2016

Forseti Íslands afhenti viðurkenningar fyrir þátttöku í EuroSkills

Evrópukeppni í Iðn- og verkgreinum fór fram í Gautaborg 1.-3. desember síðastliðinn. Frá Íslandi fór fríður hópur sjö keppenda sem allir stóðu sig frábærlega í keppninni. Keppendur voru: Bjarni Freyr Þórðarson í rafvirkjun, Sara Aníta Scime í hár­greiðslu, Reyn­ir Óskars­son í pípu­lögn, Bjarki Rún­ar Steins­son í málmsuðu, Ant­on Örn Gunn­ars­son í tré­smíði, Axel  F. Friðriks­son í graf­ískri hönn­un og Iðunn Sig­urðardótt­ir í mat­reiðslu. Liðstjóri var Svanborg Hilmarsdóttir. 
28. desember sl. veitti Guðni Th. Jóhannesson viðurkenningar frá EuroSkills fyrir þátttökuna en allir keppendur, dómarar, liðstjóri og formaður Verkiðnar fengu viðurkenningar. Þrír keppendur fengu sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa fengið meira en 500 stig í keppninni en þær viðurkenningar hlutu Reynir Óskarsson, Iðunn Sigurðardóttir og Bjarni Freyr Þórðarson. Bjarni Freyr fékk einnig viðurkenningu fyrir að hafa verið sá keppandi sem stóð sig best frá Íslandi (best of nation).
Hægt er að skoða myndir frá EuroSkills og athöfninni inni á myndasíðunni.  

 
Um Skills Iceland

Samtök um Íslandsmót iðn- og verkgreina og erlent samstarf við félög um keppnir var stofnað í Iðnskólanum í Hafnarfirði mánudaginn 15. nóvember. Samtökin hafa vinnuheitið SkillsÍsland en verið er að vinna í því að finna íslenskt nafn. Við þetta tilefni flutti mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir erindi. Lýsti hún ánægju með þetta framtak og taldi að keppnir væri góð aðferð til að kynna iðn- og verknám fyr
nánar