Yfirlit um Íslandsmótið 2008 - inngangur


Á Íslandsmóti iðngreina kemur saman ungt fólk sem er í, eða hefur nýlokið, iðn- eða starfsnámi og keppir í hinum ýmsu greinum. Að skipulagi keppninnar og einstakra keppnisgreina koma aðilar úr verkmenntaskólum og atvinnulífi. Keppendur takast á við verðug verkefni sem reyna á hæfni þeirra, skipulagshæfileika og þekkingu.

 

0377.jpg

islmotstortlogo.jpg

islmot_litid_logo.png


 

230307_jsm6502.jpg

Mótið stendur í tvo daga og hafa keppendur u.þ.b. einn og hálfan dag til að ljúka verkefnunum og fer afgangurinn af tímanum í starf dómara. Í mörgum tilvikum eru þessi verkefni sambærileg sveinsprófum sem ungt iðnaðarfólk þarf að standast að loknu námi til að öðlast starfsréttindi. Margir vinningshafar á Íslandsmótinu fara svo og keppa fyrir Íslandshönd á alþjóðlegum mótum erlendis. Íslendingar hafa náð mjög góðum árangri á þessum mótum í ýmsum greinum.

 

Á Íslandsmóti iðngreina 2008 var keppt í 13 greinum: Málaraiðn, grafísk miðlun, ljósmyndun, málmsuða, trésmíði, pípulögn, bifvélavirkjun, bílamálun, bifreiðasmíði, múrsmíði, dúklagningar, hársnyrting og rafvirkjun.